Varmilækur Hrossartæktarbú
Varmilækur Hrossaræktarbú - Icelandic Horse Breeding Farm - Icelandic horses for sale - Meet The Icelandic Horse.

05.08.2010 21:34

Fjögur hross verið sýnd

Þrjú hross fóru í dóm um mánaðarmótin júní/júlí og gekk bara ágætlega. Áður hafði verið sýndur Kjarni frá Varmalæk á vorsýningu. Kelling og Kristall frá Varmalaæk fóru í fyrstu verðlaun, Kelling með í aðaleinkun 8.23 og var efst í flokki 6 v. hryssna. Kristall 8.13. og varð þriðji í flokki 6. v. stóðhesta. Lipurtá frá Varmalæk hlaut í aðaleinkunn 7.88.  Erum við bara sátt við niðurstöðuna eftir allt saman, að hafa komið þessum hrossum í dóm eftir veikindi. Lipurtá fór aftur í dóm nú á síðasumarsýningu á Vindheimamelum um mánaðrmótin og lækkuðu dómarar hana niður í 7.83. Vorum við ekki sérstaklega ánægð með þá niðurstöðu en svona er nú þetta og dugir ekki að deila um það og alls ekki að gefast upp. Alltaf svolítið sérkennilegt að horfa á hross lækka þegar þeim fer fram á milli ára já og dóma.
Var að setja inn á þessa síðu nýtt myndaalbúm frá kynbótasýningum í sumar sem hún Líney María gaf mér en það vantar myndir af henni Lipurtá, vonandi rætist úr því bráðlega.

Flettingar í dag: 282
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 342
Gestir í gær: 73
Samtals flettingar: 127460
Samtals gestir: 29606
Tölur uppfærðar: 23.7.2024 18:45:57