Varmilækur Hrossartæktarbú
Varmilækur Hrossaræktarbú - Icelandic Horse Breeding Farm - Icelandic horses for sale - Meet The Icelandic Horse.

06.04.2014 17:48

Líður að vori

 

 

Engar fréttir góðar fréttir á oft við og má segja að það eigi ágætlega við, lítið hefur verið um fréttir af okkar undanfarið en nú verður bætt aðeins úr og ykkur  færðar góðar fréttir.  Við erum með facebook síðu sem er virkari en heimasíðan okkar,  þar er hægt að sjá ýmislegt frá okkur.  Endilega "like" á hana smiley
https://www.facebook.com Varmilækur Hrossaræktarbú/Horse Breeding

Á örskot stundu er veturinn floginn hjá, en við getum varla sagt að hér hafi verið vetur,  að heita má snjólaust á okkar svæði. Já alveg frábær vetur. Nýr reiðvegur lagður  í nágreni við okkur síðast liðið sumar gerir enn auðveldara með útreiðar, frábær aðstaða til innivinnu í Hrímnishöllinni, svo ekki er hægt að kvarta yfir nokkrum sköpuðum hlut. Björn hefur því tamið og þjálfað af fullum krafti í allan vetur, jafnt úti sem og inni og er hestakosturinn margir spennandi einstaklingar. Undirrituð reynir svo að standa sig eftir bestu getu, aðstoðar bóndann sem best hún getur við það sem hún kann smiley  Og þar sem að við erum tvö að vinna að búinu er nægu að snúast.

Enn höldum við okkur við þá ákvörðun að selja hrossarækt, mannvirki og land og minka um leið verulega við okkur.  Hér má sjá flott myndband frá Varmalæk. www.youtube.com/watch?v=MtrgZAmNNaE

Á næstunni ætlum við kynna nokkur hross sem eru á húsi í vetur,  í dag ætlum við að byrja á ungum stóðhestum. Hrossin sem að við kynnum eru ekki auglýst á sölusíðunni en eru velflest til sölu.

Fyrstan skal nefna 5 vetra stóðhest sem heitir Laukur frá Varmalæk
F. Hófur frá Varmalæk. (M. Kengála frá Varmalæk F. Hróður frá Refstöðum)
M. Tilvera frá Varmalæk (M. Tinna frá Varmalæk, F. Keilir frá Miðsitju)
Laukur er efnis gripur, með mikinn fótaburð,  mýkt og frábært geðslag.

 
 

Næstur skal nefndur 4. v stóhestur Nátthrafn frá Varmalæk
F. Huginn frá Haga ( M. Vænting frá Haga I F. Sólon frá Hóli v/Dalvík)
M. Kolbrá frá Varmalæk (M Kolbrún frá Sauðárkróki F. Kormákur frá Flugumýri)
Nátthrafn er  glæsilegur og afar spennandi stóðhestur, léttstígur og fimur með miklar hreyfingar og gangrými og er einstakur karakter.  Ekki verður stefnt með Nátthrafn í kynbótadóm í vor enda var tekin ákvörðun hér á bæ fyrir nokkurm árum að sýna ekki 4 v. trippi.


Áformað er að Laukur og Nátthrafn verða báðir til notkunar á Varmalæk í sumar
Fleiri myndir af Lauk og Nátthrafni verða væntanlega settar inn á facebook síðu okkar.
Meira síðar. MKG
 
 
Flettingar í dag: 282
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 342
Gestir í gær: 73
Samtals flettingar: 127460
Samtals gestir: 29606
Tölur uppfærðar: 23.7.2024 18:45:57