Varmilækur Hrossartæktarbú
Varmilækur Hrossaræktarbú - Icelandic Horse Breeding Farm - Icelandic horses for sale - Meet The Icelandic Horse.

30.11.2010 20:49

Langt er síðan

Lifandis langt er síðan ég hef skrifa eitthvað hér, þetta gengur ekki...gef mér smá tíma...
Hausti er flogið frá og veturinn tekinn við, tíminn flýgur. Þá er best að tíunda eitthvað af því sem á daga okkar hefur drifið. Haustið var frábært, veðrið gott (man ekki annað) allavega var mjög gott veður við haustverkin, griðingarvinnu og aðrar framkvæmdir sem gott var að vinna í góðu veðri.

Þessi mynd er tekin í oktober, Mælifellshnjúkurinn er vinsælt myndefni hjá mér í góðu veðri:)

Hér er bóndinn á fullu með sögina, verið að gera upp hrossaréttina í Brekkukoti.

Hér höfum við lokið við endurbætur innandyra í útihúsunum í Brekkukoti, í þessu húsi hafa ungu stóðhestarnir og kindurnar aðstöðu yfir veturinn.

Sauðfjárbúskapurinn, hér má sjá lífgimur, við settum á tvær gimbrar svo nú eru þær hvorki meira nér minna en níu kindurnar.

Við byrjuðum frumtamningar um miðjan október og gekk bara vel, voru þar á ferðinni afkvæmi undan þeim Tind frá Varmalæk, Þokka frá Kýrholti, Kristal frá Varmalæk og Kvist frá Skagaströnd. Hesthúsið hefur verið meira og minna sneisa fullt fram til þessa.

Kötturinn Selma var ánægð þegar hrossin komu á hús aftur og ekki laust við að trippin hefðu nokkurn áhuga fyrir henni.

Hér er Björn að byrja með hana Ilmur unda honum Tind frá Varmalæk. Nú fækkar óðum aftur í húsinu í bili eða þar til tekið verður inn aftur um áramótin. Annað Landsmót framundan og verða mörg spennandi hross á húsi í vetur.
 
Undirbúningur er hafinn fyrir jólamarkað sem haldinn verður í Hrímnishöllinni þann 11. desember og hafa yfir 20 aðilar pantað pláss til að selja hinn ýmsa varning, aðallega handverk. Búist er við fjölda manns og mikill undirbúningur í gangi til að gera stundina sem besta og skemmtilegasta. Um 500 manns sóttu jólamarkað hjá okkur í fyrra:)

Þessi mynd er af henni Hrefnu Ara á jólamarkaði í fyrra.
Já bara góðir mánuðir að baki, hlýtt og gott haust en svo kom veturinn í allri sinni dýrð, kaldur og fallegur.

Læt þetta gott að sinni
Magnea




Flettingar í dag: 642
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 653
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 161844
Samtals gestir: 33831
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 17:06:19