Varmilækur Hrossartæktarbú
Varmilækur Hrossaræktarbú - Icelandic Horse Breeding Farm - Icelandic horses for sale - Meet The Icelandic Horse.

07.05.2014 23:16

Meira af hrossum

Þá höldum við áfram að segja smá fréttir af hrossum á Varmalæk sem hafa verið í tamningu og þjálfun í vetur

Koltinna frá Varmalæk, hún er 6. vetra gömul, flott fjórgangshryssa.

 

Faðir hennar er Hófur frá Varmalæk og móðir er Tilvera frá Varmalæk, er Laukur frá Varmalæk,  áður kynntur, albróðir hennar. Í hrossaræktinni á Varmalæk eru aðal ræktunarhryssur komnar út af tveimur hryssum, Hrafnhildi frá Varmalæk og Kolbrúnu frá Sauðárkróki (heiðursverðlaun fyrir afkvæmi 2004), sem báðar eru dætur Hrafns frá Holtsmúla,  eru systkynin út af þeim komin. Móðir Kolbrúnar var Hrafnhetta frá Sauðárkróki og móðir Hrafnhildar var Frekja frá Þórustöðum. Björn eignaðist Frekju árið 1971 og var hans fyrsta ræktunarhryssa, hefur hún skilað í gegnum afkomendur sína afrbagðs hrossum.

 

Næstur er nefndur stóðhesturinn Steðji frá Varmalæk. Faðir Steðja er Klettur frá Hvammi og móðir Kilja frá Varmalæk, móðir hennar er Kolbrún frá Sauðárkróki og faðir, Orrasonurinn Hrafn frá Garðabæ. Steðji er 4. vetra, mjög efnilegur alhliða hestur.  Sama má segja um hann og Nátthrafn sem áður var kynntur, að ekki er áformað að sýna hann í vor, tekur hann á móti hryssum í fyrra gangmáli á Varmalæk í sumar.
 

 

 

Flettingar í dag: 504
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 173
Gestir í gær: 47
Samtals flettingar: 182777
Samtals gestir: 36308
Tölur uppfærðar: 24.10.2024 10:24:47