Varmilækur Hrossartæktarbú
Varmilækur Hrossaræktarbú - Icelandic Horse Breeding Farm - Icelandic horses for sale - Meet The Icelandic Horse.

15.10.2013 21:12

15 október

Kominn er 15. október og langt síðan færðar hafa verið fréttir af okkur hér á Varmalæk, það er ekki svo að ekkert sé um að vera hjá okkur,  langur vegur þar frá. Hausti komið og þessa dagana ósköp notalegt og fallegt.

 

Sumarið var gott, ferðamönnum fjölagði hjá okkur frá í fyrra og náði tímabilið hátt í fimm mánuði.  Nú eru hefðbundin haustverk hafin, frumtamningar og þjálfun hrossa komin á fullt. Alltaf spennani að sjá hvernig ungu hrossin koma fyrir. Þetta haustið eru níu þriggja vetra trippi og eru feður þeirra, Huginn frá Haga, Álfur frá Selfossi, Klettur frá Hvammi, Askur frá Tunguhálsi, Kristall og Kunningi frá Varmalæk, mjög spennandi hópur. Einnig eru nokkur efnileg trippi á fimmta og sjötta vetur. Að loknu þessu tímabili eða seinnipatinn í nóvember höfum við ákveðið að hafa markaðsdaga og bjóða til sölu hross á öllum aldri mislangt komin í tamningu. Við munum auglýsa það frekar seinna.

Eins og mörgum er orðið kunnungt þá tókum við  þá ákvörðun í fyrra vor að selja hrossaræktina, land og mannvirki hennar sem eru Brekkukot og Bjarmaland en þar stendur Hrímnishöllin. Hrossaræktin stendur á sterkum grunni, nú þegar eru sex 1. verðlauna hryssu í ræktun og margir góðir gripir í uppvesxti sem sem boðnir eru til sölu. Meðan fyrirtækið er í okkar eigu höldum við ótrauð áfram að efla hrossaræktina og vinna veg hennar sem besta. Mörgum þykir þessi ákvörðun okkar umtalsverð og margir tjá sig furðulostnir og jafnvel með hryggð, aðrir segja ekkert einasta orð. Okkur undrar engin þessara viðbragða, enda ákvörðunin stór. Ykkur að segja þá tökum við þessa ákvörðun glöð í bragði, að vísu fyrr en áður var lagt upp með.  Á Varmalæk ætlum við áfram að búa og með nokkur hross.  Já við ætlum að minka við okkur.
Með þessum skrifum fylgir linkur á myndband sem sýnir hvað er verið að bjóða til sölu á Varmalæk. Myndataka og myndvinnsla: Önundur Hafsteinn Pálsson.  Tónlist: Halldór Gunnar Pálsson. 

Gjörið svo vel :)

http://youtu.be/MtrgZAmNNaE

ps  ef ekki opnast inn á myndbandið,  kóperið slóðina.

 

Flettingar í dag: 22
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 210
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 188525
Samtals gestir: 37300
Tölur uppfærðar: 8.11.2024 00:47:12