Varmilækur Hrossartæktarbú
Varmilækur Hrossaræktarbú - Icelandic Horse Breeding Farm - Icelandic horses for sale - Meet The Icelandic Horse.

06.12.2014 21:29

Hugleiðingar og fréttir í desember

Sumarið flaug frá okkur eins og vant er með öllum sínum ævintýrum. Lítið borið á fréttum hér á síðunni okkar undanfarin misseri- skráist sá slakleiki að skrifarann. Facebook síða okkar, Varmilækur Hrossaræktarbú/Horse Breeding hefur mikið tekið við af þessari í máli og myndum.


Fallegur vetur.

Veturinn kominn, með ný verkefni, mikið sem tíminn getur anað áfram. Ýmislegt á daga okkar dreif í sumar, sumt fyrirhafnarsamt og annað létt og skemmtilegt. Við höfðum ekki mikil tækifæri til ferðalaga þetta sumarið en skelltum okkur á Landsmót á Hellu, höfðum af því gagn og gaman. Þar áttum við tvo fulltrúar, þá Kristal í B flokki og Kunningja í A flokki. Knapi þeirra var Líney María Hjálmarsdóttir. Kristall komst nú ekki í úrslit en náði ágætis árangri en Kunningi endaði hinsvegar í b úrsitum og hreppti þar 6. sætið, frábær árangur.


Glæsilegir fulltrúar frá Skagafirði.
 

Þrátt fyrir óblíða veðráttu á Hellu, munum við líka eftir sólargeilsum þar, frábæra fólkinu og glæsilegu gæðingunum og ætlum ótrauð að mæta á LM hvar sem á landinu það verður haldið í framtíðinni, alltstaðar getur ringt, sólað og snjóað, hvort sem við erum á LM eða HM. Það er einlæg ósk okkar, í ljósi þeirrar stöðu, ósamstöðu og deilna um Landsmótsstaði, að hestamenn fari að horfa á landið sem eina heild og horfa til framtíðarinnar með kærleika og friði.

Bræður og vinir - Leiftur og Augasteinn frá Varmalæk.

 

Veðurblíða hefur einkennt haustið, eins og sést á myndum.


Gloria Kucel hóf störf hjá okkur í haust, hér eru hún og Björn á útreiðum í október.
 

Frumtamningar hófust í byrjun október, með skemmtilegum þriggja vetra trippum, sem nú eru útskrifuð reiðfær, sum þeirra verða tekin inn aftur í janúar.

Björn og Gloria við frumtamningar

 Í nóvember var svo tekinn inn annar hópur  í framhaldsþjálfun, á aldrinum frá fjögurra til átta vetra. Það má því segja að úrval að flottum trippum séu í boð til sölu, bóndinn ætlar að taka í næstu viku, hlé á tamningum, eða þar til í janúar.


Björn og Laukur frá Varmalæk í nóvember
 

 

Framundan er jólahátíðin og óskum við öllum innilega gleðilegra jóla, með þakklæti fyrir liðnar stundir á árinu 2014.


Nú er jörðin hvít og fallegt um að litast.

Með kveðju frá Varmalæk.

Lifið heil.

Flettingar í dag: 156
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 172200
Samtals gestir: 35087
Tölur uppfærðar: 4.10.2024 22:17:15