28.01.2013 22:57

Reiðvegamál

Öðru hvoru í hugleiðingum mínum um reiðvegamál rekst ég á þessa lesningu á veraldarvefnum og kem hér nú á framfæri: http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Reidvegir/$file/Rei%C3%B0vegir.pdf

Á fögrum degi í Júlí 2012

Þeir sem ekki hafa kynnt sér málið,  hafa áhuga á þessum málaflokki og málið varðar, hvet ég til að  lesa.

Allt of oft er það svo að þeir sem bera ábyrgð á uppbyggingu reiðvega séu alls ekki sammála um hver beri ábyrgðina og hvernig skuli að staðið. Ef lítið er að gert gerist smátt.  Reikna með að þetta plagg sé í gildi, ef einhver veit annað væri gott að frétta af því.

Mikið væri nú gott ef að þeir sem að þessum málaflokki koma tækju saman höndum og létu verkin tala.  Í Skagafirði er margt mjög ábótavant og líta margir á það sem einkamál hestamanna að byggja reiðvegi, svo er að sjálfsögðu ekki. Hagsmunir sveitafélagsins og ferðaþjónustunnar í heild sinni eru einnig miklir.  Reiðvegir eru  ekki einkamál hestamenskunnar !

Á mér draum um að þeir sem tilkvaddir eru leggist á árarnar og stefni í átt til meiri framfara.

Magnea

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 148
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 103
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 395125
Samtals gestir: 72920
Tölur uppfærðar: 23.7.2019 10:06:44