10.08.2011 20:18

Kyrrð í fjallasal


Það var kyrrt og fallegt um að lítast á sunnudaginn 7. ágúst þegar undirrituð fór í gönguferð á meðan bóndinn hélt töðunni á lofti, þurkurinn var mikill og hitinn hátt í 20 stig og lognið algert svo lá við að heyrðist  í hagamús rölta um hagann . Það eru forréttindi að hafa stóðið í heimalöndum og geta fylgst með því hvenær sem vill. Á ferð minni hitti ég nokkur hross. Fór í fjallið og í hólfið hjá honum Kunningja. Í nýju myndaalbúmi sem heitir á fallegum degi má sjá myndir frá röltinu.
________________________
ps. er svolítið leið yfir truflunum sem eru við uppsetningu á síðunni, myndir sem ég set með blogginu sjást ekki alltaf og ýmislegt annað smá vesen.Held að þetta stafi af kerfisbreytingum hjá 123.is og vona ég að þetta lagist fljótt allt saman...
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 65
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 103
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 395042
Samtals gestir: 72915
Tölur uppfærðar: 23.7.2019 07:34:48