Opið hús, upphaf Sæluviku í Skagafirði, Tekið til kostannna, kosningar, aðalfundur Kristalsfélagsins...svona var síðasta helgi aprílmánaðar hjá okkur. Helgin var aldeilis frábær, við fengum til okkar góða gesti, Björn fór með tvær hyssur á sýningu í reiðhöllinni á Sauðárkróki á laugardagskvöldið, á sunnudeginum komu svo Kristalsfélagar til okkar. Líney mætti með gæðinginn okkar og dansaði um sal og völl okkur til ánægju. Kristall er í feikna formi og verður gaman að fylgjast með honum áfram . Ákveðið var að leigja Kristal til notkunar fyrir hryssur í sumar á sanngjörnu verði...endilega hafa samband við Björn á Varmalæk ef einhver hefur áhuga.Fyrir þá sem ekki vita þá er Kristall sonur Kolbrúnar frá Sauðárkróki, Mökkur frá Varmalæk er bróðir hans, faðir hans er Kjarni frá Varmalæk, sonur Kengálu frá Varmalæk og Smára frá Skagaströnd. Myndavélin var í höndum margra þessa dagana og eru það því, Brynja Dögg, Halldór Gunnar, Sigurður Freyr og undirrituð ljósmyndarar... Fullt af nýjum myndum frá helginni má sjá í nýju myndaalbúmi (http://www.varmilaekur.is/photoalbums/)
Magnea
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is