Björn hefur búið á Varmalæk frá unga aldri og hefur allt sitt líf lifað og starfað með hrossum. Magnea flutti 
að Varmalæk vorið 2001 og er frá Ingjaldssandi í Önundarfirði. Haustið 2007 tókum við fyrstu skóflustunguna
fyrir 1080 m2 hesthúsi og reiðhöll. Á vordögum 2008 reis húsið og var tekið í notkun 6. júní sama ár og 
ber nafnið Hrímnishöllin til heiðurs höfðingjanum Hrímni frá Hrafnagili sem var í eigu Björns.  Hrossaræktin 
og allt er henni viðkemur á hugu okkar allan. Víða á heimasíðunni er að finna upplýsingar um hrossaræktina 
og fréttir af daglegu lífi hér á bæ. 
                  
 
Ljósmynd þessi er tekin á uppskeruhátið hestamanna í Skagafirði árið 2008. Hrossaræktarbúið á Varmalæk 
var þá kjörið hrossaræktarbú Skagafjarðar, einnig áttum við hæst dæmda kynbótahrossið sem er Tindur 
frá Varmalæk, nú heimsmeistari í fimmgangi (sviss 2009)

 

Flettingar í dag: 65
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 103
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 395042
Samtals gestir: 72915
Tölur uppfærðar: 23.7.2019 07:34:48