Varmilækur Hrossartæktarbú
Varmilækur Hrossaræktarbú - Icelandic Horse Breeding Farm - Icelandic horses for sale - Meet The Icelandic Horse.

03.05.2011 21:34

Komin Sæluvika


Tíminn þokast áfram, veturinn hefur hvatt, sumarið gengið í garð og óskum við öllum gleði og gæfuríks sumars. Komin er Sæluvika í Skagafirði sem hefð er fyrir frá því herrans ári 1874. Þessi sæluvika er frábrugðin öðrum vikum í Skagafirði að því leiti að hér er meira um að vera en aðrar vikur og er boðið upp á dagskrá sem er svo viðamikil að maður verður að velja og auðvelt að fá valkvíða. Frá að síðast var sett inn efni hefur ýmislegt á daga okkar drifið, bæði merkilegt og ómerkilegt:) Og verður farið í gegnum myndaalbúmið og stiklað á stóru.

Best að byrja á kosningum. Ólafur Ragnar forseti vor gaf okkur kost á að kjósa og fórum við ríðandi á kjörstað í hávaða roki en hitinn og birtan var slík að við vorum hæstánægð og með túrinn og erum hér stödd á kjörstað.
Ömmustelpur húsfreyjunnar Védís og Magnea komu í heimsókn og dvöldu hjá okkur um tíma og voru þær dyggar í búverkunum, sauðburður átti að byrja meðan þær voru en það nú tókst ekki.

Í baksýn eru ungir stóðhestar og Mjallhvíturnar. En það var ekki annað að gera en reyna að nálgast kindurnar þar sem engin voru lömbin.

Er nú að hugsa um að ná þeim...spurning hvort það tekst, þær mæta nú stundum bónda sínum í axlarhæð:) sjálfstæðar mjög.

Þó dekrar hann við þær. Hér er  beðið eftirfimm kindur sem voru sæddar og von á eðalgripum undan merkishrútum, þeim Hriflon og Borða.

Þetta ætlar að takast

Það held ég að vel gangi.

Kuldi og hvassviðri voru daglegt brauð stóran hluta vetrar að okkur finnst og var stundum leiðinlegt útreiðarveður. Hér er Björn á góðum degi á honum Kunningja sínum, undirrituð situr stundum fyrir þeim þar sem hún hefur sérstakt dálæti á þeim báðum:)

Ígóðri sveiflu... Að gefnu tilefni skal þess getið hér vegna fjölda spurninga um nafngift Kunningja að  sama ár fæddist annar sonur Tinds sem fékk nafnið Félagi og var því hæfi að hinn héti Kunningi:)

Páskarnir komu með tilheyrandi hreti en það var nú í besta lagi. Hér leita þau páskaeggjanna.

Amman var nú ekki heppin þegar eggin voru falin, hún átti ekki von á sól í hretinu og lagðist annað eggið á hliðina í glugganum sem hún valdi. En við vorum sammála um að bragðið af súkkulaði breytist ekkert þó það bráðni og voru ömmu fyrirgefin mistökin. Systur fengu eins málshátt sem gaf okkur tækifæri til að ræða mikilvægi þessa að vera sannur og góður einstaklingu.
"Með æruna gildir það sama og lífið, tapist hún, færðu hana aldrei til baka".

Hjónin á bænum fengu  eitt egg og var málsháttur þess: "Oft njót hjú góðra gesta"
Orð að sönnu:)

Já það var líka gestkvæmt um páskana og náðust myndir af henni Möggu okkar þegar hún og hann Fótur gamli heilsuðust og ekki laust við að sá gamli kannaðist við þessa konu sem vann hjá okkur fyrir mörgum árum.
Ert þetta þú?

Bara  fallegt...

Af sauðburði er það að frétta að nokkrir kynbótagripir eru fæddir og að sjálfsögðu allir hvítir í framan. Nú þegar kominn er maí er blíðskapar veður, allt að byrja að grænka, gúrkurnar, tómatarnir og annað í gróðurhúsinu vex og dafnar.
Hrossin springa líka út á þessum tíma og alveg nóg að gera í kringum þau. Eins og áður hefur verið getið er tilhlökkun og undirbúningur á fullu fyrir Landsmót á Vindheimamelum sem mikil stemming er fyrir og er vona á fjölda fólks í fjörðinn til að njóta þess að vera saman í heila viku, hestar og menn. Það verður gaman.

MKG

Flettingar í dag: 185
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 172229
Samtals gestir: 35092
Tölur uppfærðar: 4.10.2024 23:51:59