Sæl verið þið góðir gestir. Stórum og sjaldan. Best að taka smá upprifjun frá því síðast. Reyndi ítrekað að setja inn frétt á varmilækur.is en það tókst ekki, einhver bilun í gangi... svo það er best að blogga eitthvað fyrst andinn sveif í átt að lyklaborðinu í litlu sjónvarpstofunni notalegu sem við höldu svo oft til í á kvöldin þessa mánuðina meðan dimmasti tíminn er úti. Bóndinn kúrir í sófanum og skiptir öðru hvoru um rás og athugar hvort eitthvað sé að sjá og frétta og öðru hvoru heyrits lítið ZZZnork. Ég les fréttirnar á netmiðlum, kíki á vini og ættingja á fésbókinn, heklunálar og prjónar í seilingafrjarlægð, dæmigert rólegheitakvöld eftir daginn, já þetta er bara notalegt, en mér dettur allt of sjaldan í hug að blogga... Þá hefst upprifjun. Hvar skal byrja Enn ein jólin og árið gengið, óska ég ykkir öllum gleðilegs árs með þakklæti fyrir það gengna með óskum um gleði og gæfuríkt ár. Undanfarnar vikur hafa verið bæði ríkar og skemmtilegar, alltaf nóg að gera hjá okkur. Haustið og veturinn eru tamningarnar aðal verkefnið og þann 11. deseber héldum við jólmarkað í Hrímnishöllinni.
Við áttum yndisleg jól, rétt fyrir jólahátíðina kom hann Halldór minn og eyddi með okkur dýrmætum dögum og ók svo á Flateyrina sína á Aðfangadag. Birnan mín var þessi jólin og áramótin hjá okkur og strákarin hans Bössa og hún Arnheiður voru hér um áramótin.
Á Þórlálsmessu voru áður nefnd öll í skötu, það var nú skemmtilegt.
Við höfðum samband vestur, Halldór hringdi í Önna og dæturnar sem voru að undirbúa jólin, það var nú gaman að sjá þau í beinni.
Og feðgarnir tóku að sjálfsögðu jólalag fyrir þau...Jólin gengur í garð, þau voru líðtæk í eldhúsinu.Og við mæðgunrar nokkuð fínar vð jólatréð...Margt skemmtilegt kom upp úr jólapökkunum. Nú veit Birna hvernig hún á að bregðast við 500 artiðum, meira að segja átökum við krókodíla og hvaðeina.Sigga Sveins ,Siggi frændi á Ökrum og Bjössi skála fyrir afmælisbarni í höllinni..Og að sjálfsögðu brugðu þau sér á útreiðar í tilefni dagsins...Aðeins hitað upp áður en farið er út...Á galmálrsdag fórum við í reiðtúr í fallegu en köldu veðri, það var nú aldeilis hressandi.Gamlárskvöld og ástæða til að skála...
Lagið já, það veður alltaf að taka lagið og eru feðgarnir alveg hreint frabæri, þeir hafa erft eitthvað ungarnir Við skjótum ekki upp flugeldum en horfum á fjöruga nágrana okkar skjóta upp, erum alltaf hrædd um hrossin okkar.Jólahátiðin var alveg indæl og nú eru allir flognir að heiman aftur til skóla og vinnu.
Kvöldfréttirnar kl: 10 búnar, bóndinn gerir atugasemdir við veðurspá morgundagsins og næstu daga, kominn í mig svefngalsi og verður haldið áfram með upprifjun á morgun.
MKG
11. jan framhald. Veðrið í dag var bara gott og þurfti bóndinn ekkert að kvarta, útreiðar gengu vel og allt í besta lagi.
Í byrjun desember tæmdum við hesthúsið fram yfir jólamarkaðinn og undirbúningur fyrir hann fór á fullt. Það krefst mikils undirbúnings að halda svona jólamarkað . Jólahreingerning og pusl svo allt verði sem best, en það er þess virði við höfum afskaplega gaman af þessu stússi. Svo er svo gaman að fá alla þessa gesti og vil ég þakka öllum þeim sem gáfu sér tíma til að líta upp frá jólaundirbúningi og eyða deginum með okkur.
Hér má sjá Björn velta fyrir sér salnum. Allt að verða klárt.
Búið að stilla upp og salurinn orðinn alveg gullfallegur að okkar mati. Takið eftir gólfinu, við fengum trjákurl hjá skógarbændunum Önnu og Olla á Krithóli, kurlið var líka hugsað til að gera gólfið mjúkt og betra fyrir hossin.
Svo kom sölufólkið og gestirninr. Settar verða myndir inn á myndasafnið, þær tala sínu máli umalveg fráæran dag. .Strax og þessum kafla lauk voru tekinn hross á hús aftur allt orðið fullt fyrir áramót og bóndinn hóf að temja og þjálfa á ný.Árið 2010 var í heildina gott þó á köflum væri það erfitt og þá sérstklega vegna hestapestarinnar sem allt setti úr skorðum. En það þýðir ekkert annað að halda ótrauður áfram með bjartsýni og von í hjarta um það allra besta. Mörg hross skiptu um eigendur á liðnu ári hjá okkur, framar björtustu vonum við þær aðsæður sem hér voru. Sólin hækkar á lofti, eins og alltaf áður, lífið heldur áfram og framundan er spennandi ár með fullt af tækifærum.
Hér læt ég lokið smá upprifjun af daglegu lífi hér á bæ í desember. Takk fyrir innlitið.
MKG