Varmilækur Hrossartæktarbú
Varmilækur Hrossaræktarbú - Icelandic Horse Breeding Farm - Icelandic horses for sale - Meet The Icelandic Horse.

30.10.2013 19:47

Takið 23. nóvember frá!

Hrossamarkaður í Hrímnishöllinni á Varmalæk!

Þann 23. nóvember næstkomandi höfum við ákveðið að halda markaðsdag, hafa gaman og bjóða til sölu úrval af hrossum. Um er að ræða efni í reið- keppnis og kynbótahrossið. Þessa dagana er verið að frumtemja og framhaldsþjálfa fjölda hrossa, geldinga, hryssur og stóðhesta, megnið af hrossunum sem boðin verða eru þriggja vetra í frumtamningu og hross legnra komin eða á aldrinumn fjögurra til sjö vetra.

Húsi verðu opnað kl: 14:00 en þá bjóðum við fólki að virða fyrir sér úrvalið, fá sér hressingu og um kl: 15:00 verða hross sýnd gestum.


Af öðrum fréttum af okkur þá er bara gott að frétta,  tamningar ganga vel, okkur til aðstoðar við tamingar og þjálfun  eru þau Líney og Sæmundur á Tunguhálsi og Heiðrún og Pétur í Saurbæ, eru þau með nokkur hross fyrir okkur auk þess sem Björn bóndi er með sjálfur.  Við erum mjög heppin að hafa svona frábært fólk í nálægð við okkur.

 

Myndin er af honum Undra frá Varmalæk, hann bíður eftir nýjum eiganda, hann er þriggja vetra.
Óskaplega skemmtilegur einstaklingur, það kemur honum ekkert á óvart við fyrstu skrefin með húsbónda sínum.
Móðir hans er Yrsa frá Varmalæk og faðir hans er Kristall frá Varmalæk.

Við munum setja inn lista yfir þau hross sem verða boðin á næstu dögum.

Með bestu kveðjum frá Varmalæk með von um að sjá ykkur sem flest þann 23. nóvember.

Magnea

Við erum líka a facebook   Varmilækur Hrossaræktarbú/Horse Breeding
 

Flettingar í dag: 504
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 173
Gestir í gær: 47
Samtals flettingar: 182777
Samtals gestir: 36308
Tölur uppfærðar: 24.10.2024 10:24:47