Varmilækur Hrossartæktarbú
Varmilækur Hrossaræktarbú - Icelandic Horse Breeding Farm - Icelandic horses for sale - Meet The Icelandic Horse.

26.11.2011 21:46

Síðustu dagar nóvember:)

Síðast þegar ég ritaði nokkrar línur voru að byrja frumtamnigar en nú er þeim lokið og var það um miðjan mánuðinn. Bjössi og Sigurjón tömdu og þjálfuðu stíft í 6 vikur með alveg frábærum árangri.

18 hross voru í frumtamnigu og  þjálfun frá aldrinum þriggja til 7 vetra, auk þeirra voru vinnuhestarnir Varmi og Drengur sem eru allveg ómissandi við þessar aðstæður.

Dálítið sérstök þessi mynd, lék mér aðeins með hana. Hér eru þeir á systkinum, Stjörnu Bassa og Nótt frá Varmalæk. Þau eru bæði afkvæmi Tilveru frá Varmalæk, Nótt er Smáradóttir en Stjörnu Bassi Kjarnasonur frá Varmalæk sem er Smárasonur einnig. Þriðja afkvæmi Tilveru var í frumtamnigu, dóttir Hófs frá Varmalæk, lofar hún góðu.

Þetta er svo gullið okkar hún Hetja frá Varmalæk, þriggja vetra, Tindsdóttir, hún stóð  undir væntingum og verður bara spennandi hjá Bjössa í vetur en þegar hefur verið ákveðið hvaða hross verða á húsi.

Haustið var frábært, veðrið lék við okkur en nú er vetur konungu mættur og allt í besta lagi, jólin nálgast, hesthúsið tómt í bili og við hreinsum og pússum fyrir jólamarkaðinn sem á að vera í Hrímnishollinni 10 desember.
Læt þetta gott í bili með kveðju frá Varmalæk
Magnea


Flettingar í dag: 56
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 270
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 200294
Samtals gestir: 39219
Tölur uppfærðar: 5.12.2024 01:30:16